Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 11:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestu leikmenn Athletic ekki með gegn United
Nico Williams verður ekki með.
Nico Williams verður ekki með.
Mynd: EPA
Bræðurnir Inaki og Nico Williams verða ekki með Athletic Bilbao þegar liðið heimsækir Old Trafford annað kvöld og reynir að klífa mjög bratta brekku.

Bræðurnir eru í hópi bestu manna liðsins sem þarf að vinna upp þriggja marka forskot Manchester United eftir fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.


Félagið tilkynnti hópinn sinn fyrir leikinn á morgun og ásamt bræðrunum verður markahæsti leikmaðurinn Oihan Sancet ekki heldur með vegna meiðsla. Dani Vivian fékk að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum og er því í leikbanni í dag.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:00. Sigurvegarinn í einvíginu mætir sigurvegaranum í einvígi Bodö/Glimt og Tottenham í úrslitaleik í Bilbao miðvikudaginn 21. maí.

Hópurinn hjá Bilbao á morgun:
Unai Simón, Agirrezabala, Santos, Gorosabel, Paredes, Yeray, Vesga, Berenguer, A. Djaló, Guruzeta, Núñez, I. Lekue, Ruiz de Galarreta, Yuri, De Marcos, Unai G., Maroan, Jauregizar, Prados, Canales, Adama, Olabarrieta, Rego og Varela.
Athugasemdir
banner
banner