Klukkan 19:00 í kvöld hefst seinni undanúrslitaleikur Inter og Barcelona. Liðin spiluðu magnaðan leik síðasta miðvikudag sem endaði 3-3 og því er allt jafnt fyrir leik kvöldsins.
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Alli Jói og Arnar Laufdal spáðu jafntefli í fyrri leiknum og því leiðir Fótbolti.net fyrir leik kvöldsins, en Alli Jói jafnaði við Aron Baldvin.
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Alli Jói og Arnar Laufdal spáðu jafntefli í fyrri leiknum og því leiðir Fótbolti.net fyrir leik kvöldsins, en Alli Jói jafnaði við Aron Baldvin.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Inter 1 - 2 Barcelona
Mann langar alltaf að liðið sem spilar meiri sóknarbolta og fær fleiri færi vinni og fari áfram. Það er mikið hjarta í Interliðinu sem hefur komið þeim þetta langt en Barcelona skorar fleiri mörk og fer þess vegna áfram. Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið.
Aron Baldvin Þórðarson
Inter 2 - 3 Barcelona
Alvöru dramatík hér! Barcelona fer áfram eftir framlengingu. Fyrir fótboltaunnendur þá yrði PSG - Barcelona draumaúrslitaleikur. Bæði lið spila með öfga háa línu, pressa maður á mann og hafa mikið flæði í 3-2-5 sóknarleikkerfinu þeirra. Svo eru bæði lið líka með þessa “show” leikmenn!
Fótbolti.net - Þorsteinn Haukur
Inter 2 - 3 Barcelona (eftir framlengingu)
Þessi leikur verður áframhald af veislunni sem við fengum í seinustu viku. Í þetta sinn verða það gestirnir frá Katalóníu sem taka forystuna frekar snemma leiks. Heimamenn svara hins vegar með tveimur góðum mörkum og þið getið alveg bókað að Denzel Dumfries skorar að minnsta kosti annað markið. Allt stefnir síðan í frækinn sigur Inter manna á sterku liði Börsunga en dramatíkinni er ekki lokið því gestirnir jafna seint í uppbótartíma og leikurinn fer í framlengingu. Þar reynist undrabarnið Lamine Yamal hetja Barcelona og skorar sigurmarkið með einhverju sturluðu einstaklingsframtaki.
Get síðan spoilað því fyrir ykkur að það verða Arsenal og Barcelona sem mætast í úrslitaleiknum – bæði í karla og kvennaflokki.
Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 18
Aron Baldvin - 18
Fótbolti.net - 19
Athugasemdir