Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 07. maí 2025 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin í París: Sjóðandi heitur Donnarumma og fallegt mark Ruiz
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain komst í annað sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með því að vinna Arsenal, 2-1, og samanlagt 3-1 í einvíginu í undanúrslitum í París í kvöld.

GIanluigi Donnarumma, markvörður PSG, sýndi öllum af hverju hann er einn sá besti í heiminum.

Hann átti þrjár stórkostlegar vörslur frá þeim Gabriel Martinelli, Martin Ödegaard og Bukayo Saka í leiknum.

Fabian Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu mörk franska liðsins, en mark Ruiz var í glæsilegri kantinum. Saka gerði eina mark seint í leiknum, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner