Tobias Thomsen skoraði tvö mörk gegn sínum gömlu félögum í KR á dögunum í ótrúlegu 3-3 jafntefli Breiðabliks og KR í Bestu deildinni.
Tobias sneri aftur til Íslands fyrir tímabilið eftir að hafa spilað hér áður með KR og Val. Hann hefur farið ágætlega af stað á þessu tímabili með Blikum.
Tobias sneri aftur til Íslands fyrir tímabilið eftir að hafa spilað hér áður með KR og Val. Hann hefur farið ágætlega af stað á þessu tímabili með Blikum.
Eftir leikinn gegn KR var hann spurður út í það hvernig væri að vera kominn aftur til Íslands. Hann segir það vera frábært.
„Þetta hefur verið stórkostlegt. Ég er svo ánægður að vera í þessu félagi. Það hafa verið tekin stór skref í rétta átt í íslenskum fótbolta og ég finn það á gæðastiginu hér," sagði Tobias.
„Félagið hefur hugsað vel um mig. Mér finnst ég mikilvægur hér og mér finnst ég koma með hluti að borðinu fyrir liðið."
„Þetta hefur verið eins konar ástarsaga," sagði Tobias en hann stefnir auðvitað á það að vinna titla með Breiðabliki á tímabilinu.
Athugasemdir