Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aston Villa mjög ósátt við færsluna á leiknum gegn Tottenham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Aston Villa sakar úrvalsdeildina um fordóma eftir að ákveðið var að færa leik Aston Villa og Tottenham fram um tvo daga seinna í þessum mánuði.

Leikurinn fer fram föstudaginn 16. maí en átti upprunalega að fara fram 18. maí. Það eru því einungis tíu dagar í leikinn og Aston Villa er ósátt með þennan stutta fyrirvara fyrir stuðningsmenn félagsins.

Aston Villa samþykkti með semingi að leikurinn yrði færður. Félaginu finnst óþarflega mikið verið að spá í hvað henti andstæðingunum, gestaliðinu, best, frekar en að spá í þörfum stuðningsmanna heimaliðsins.

Leikurinn átti að fara fram sunnudaginn 20. maí en fer fram á föstudagskvöldið 18. maí. Það er gert vegna þess að miklar líkur eru á því að Tottenham leiki til úrslita í Evrópudeildinni 23. maí, líklega gegn Man Utd en það verður ljóst núna á fimmtudagskvöldið.

Yfirmaður fótboltamála hjá Villa, Damien Vidagany, skrifaði á X að hann sé í hreinskilni ekki ánægður með það.

„Við reyndum virkilega að verja okkar stuðningsmenn (okkar aðalverkefni) og halda leiknum á sunnudegi. Það hefur ekkert með Spurs að gera."

„Þegar aðrir kostir voru skoðaðir (mun verra að spila á miðvikudag eða fimmtudag) varð þetta niðurstaðan, minnsti skaðinn. Þetta er eins og það er. Vonandi, í framtíðinni, ef við þurfum á breytingu að halda til að hjálpa okkur í Evrópu, þá fáum við hana. Við fundum ekki fyrir þeim stuðningi á síðasta tímabili - og ekki á þessu tímabili heldur,"
skrifaði Vidagany meðal annars.


Athugasemdir
banner