Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. júní 2022 08:20
Elvar Geir Magnússon
Man City ekki að reyna við Saka - Man Utd hefur áhuga á Bastoni
Powerade
Bukayo Saka í leik gegn Manchester City.
Bukayo Saka í leik gegn Manchester City.
Mynd: EPA
Rafael Leao.
Rafael Leao.
Mynd: EPA
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: EPA
Van Persie (til vinstri).
Van Persie (til vinstri).
Mynd: Getty Images
Saka, Bastoni, Leao, Tchouameni, Rashford, Eriksen, Nunez og fleiri í slúðurpakkanum. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Manchester City hefur neitað þeim sögusögnum að félagið sé að reyna að fá Bukayo Saka (20), enska landsliðsmanninn hjá Arsenal. (Mirror)

Manchester United og Tottenham hafa bæði áhuga á ítalska landsliðsvarnarmanninum Alessandro Bastoni (23) hjá Inter. (Daily Mail)

Real Madrid hefur náð samkomulagi við Mónakó um 85 milljóna punda kaupum á franska miðjumanninum Aurelien Tchouameni (22) hjá Mónakó. (Athletico)

Chelsea, Newcastle og Paris St-Germain hafa öll áhuga á portúgalska sóknarleikmanninum Rafael Leao (22) hjá AC Milan. (La Repubblica)

Chelsea og Tottenham munu reyna við slóvakíska miðvörðinn Milan Skriniar (27) hjá Inter. (Daily Mail)

Tottenham hefur hafið viðræður við Manchester United um enska sóknarmanninn Marcus Rashford (24). (Caught Offside)

Bjartsýni ríkir hjá Arsenal um að félagið nái að kaupa belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (25) frá Leicster. Ekkert félag í Meistaradeildinni hefur sýnt honum áhuga. (Daily Mail)

Everton hefur áhuga á enska miðjumanninum Harry Winks (26) hjá Tottenham og gæti gert sumartilboð. (Telegraph)

Njósnarar frá West Ham fylgdust með danska miðjumanninum Christian Eriksen (30) og félaga hans í landsliðinu, hægri bakverðinum Joakim Mæhle (25) sem spilar fyrir Atalanta, í Þjóðadeildarleik. (Star)

Leeds býr sig undir að tilkynna um kaup á danska hægri bakverðinum Rasmus Kristensen (24) frá Red Bull Salzburg. (Fabrizioa Romano)

Manchester United og Newcastle eru sögð þau félög sem eru næst því að fá Darwin Nunez (22), sóknarmann Benfica og Úrúgvæ. (Sebastian Giovanelli)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur fengið loforð frá nýjum eiganda, Todd Boehly, að hann haldi um stjórnartaumana í leikmannakaupum. (Telegraph)

Miðjumaðurinn Yves Bissouma (25) hjá Brighton er ekki lengur á óskalista Aston Villa. Steven Gerrard hyggst þó enn bæta við sig miðjumanni í sumar. (Athletic)

Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski (33) segist ætla að yfirgefa Bayern München því hann vilji 'meiri tilfinningar' í líf sitt og segir Þýskalandsmeistarana ekki hafa hlustað almennilega á sig. (Bild)

AC Milan vonast til að fá hollenska varnarmanninn Sven Botman (22) og portúgalska miðjumanninn Renato Sanches (24) frá Lille. (90min)

Newcastle færist nær því að tryggja sér enska vinstri bakvörðinn Matt Targett (26) á 12 milljónir punda frá Aston Villa. Targett var hjá félaginu á lánssamningi. (Daily Mail)

Leeds United hefur blandað sér í hóp með Southampton og West Ham sem hafa áhuga á austurríska sóknarmanninum Junior Adamu (20) hjá Red Bull Salzburg. (Sky Sports Austria)

Robin van Persie (38), fyrrum sóknarmaður Manchester United og Hollands, segist hafa hafnað möguleika á því að fara inn í þjálfarateymi Erik ten Hag á Old Trafford. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner