Selfoss heimsóttu Njarðvíkinga á Rafholtsvöllinn í Njarðvík þegar flautað var til leiks í 6.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.
Selfyssingar höfðu farið virkilega vel af stað í deildinni og gátu með sigri í kvöld haldið pressu á toppliðum deildarinnar.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Selfoss
„Við köstuðum tveim stigum frá okkur fannst mér. Við áttum nokkur mjög góð færi í þessum leik." Sagði Dean Martin þjálfari Selfoss eftir leikinn í kvöld.
„Þetta voru rosalega erfiðar aðstæður og alltaf erfitt að koma á þennan völl, sérstaklega þegar það er rok og rigning. Það tók okkur smá tíma til þess að venjast aðstæðum - Það er er þó ekki eins og við séum ekki búnir að æfa í svona skítaveðri síðasta mánuð en þetta er alltaf eins í svona aðstæðum."
Dean Martin vildi meina að aðstæður hefðu svolítið mótað leikinn og dregið kannski svolítið úr gæðum leiksins.
„Já, við sáum í seinni hálfleik þegar við tókum boltann niður og spiluðum og náðum að búa til nokkur góð færi út úr því en það vantaði bara end product eða síðustu sendinguna eins og gerist í fótbolta."
Nánar er rætt við Dean Martin þjálfara Selfoss í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |