Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. júní 2023 09:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Steinþór ákærður fyrir brot á veðmálareglum - Veðjaði á eigið lið
Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, hefur verið ákærður af KSÍ fyrir brot á veðmálareglum en frá þessu greinir 433.is.

Sagt er að Steinþór hafi veðjað á fjölda leikja hér á landi og meðal annars veðjað á leik hjá KA. Í svari sínu til KSÍ gengst Steinþór að mestu við brotunum samkvæmt heimildum 433.is.

Búist er við að úrskurður málsins verði birtur innan fárra daga.

KSÍ dæmdi nýlega Sigurð Gísla Snorrason í árs bann vegna veðmála en hann veðjaði meðal annars á leik sem hann spilaði sjálfur með Aftureldingu.

Steinþór er 37 ára og lét forráðamenn KA vita um leið og málið kom upp og hefur síðan þá ekki verið í leikmannahóp liðsins. Hann hefur enn ekki spilað leik í Bestu deildinni á tímabilinu.

„Fulltrúum KSÍ er óheimil þátttaka, hvort heldur sem er með beinum eða óbeinum hætti, í veðmálum, fjárhættuspilum, happdrætti og þess háttar viðburðum eða viðskiptum í tengslum við knattspyrnuleiki sem viðkomandi hefur eða getur haft áhrif á, þ.e.a.s. opinbera knattspyrnuleiki á Íslandi sem falla undir lögsögu KSÍ," segir í lögum KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner