Fyrri undanúrslitaleikur HM fer fram í kvöld klukkan 20:00 á Mineirao leikvangnum í Belo Horizonte. Heimamenn í Brasilíu mæta Þýskalandi.
Lárus Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í Þýskalandi og Beglíu þekkir þýska boltann vel. Hann hefur fylgst vel á HM og við fengum hann til að rýna í leik kvöldsins.
Lárus Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í Þýskalandi og Beglíu þekkir þýska boltann vel. Hann hefur fylgst vel á HM og við fengum hann til að rýna í leik kvöldsins.
,,Þjóðverjar hafa verið vaxandi í leik sínum og mér fannst þeir nokkuð sterkir í síðasta leik. Frakkarnir náðu ekki að skapa sér alvöru færi og mér fannst sigurinn hjá Þjóðverjum sanngjarn," sagði Lárus sem er hrifinn af liðsheildinni hjá Þjóðverjum á þessu móti, andstæðan við það sem hefur verið undanfarin ár.
,,Brassarnir hafa valdið mér ákveðnum vonbrigðum. Þeir hafa verið að byggja meira upp á einstaklingsframtak heldur en liðsheild. Síðan missa þeir Neymer og Thiago Silva. Ég hef ekki mikið álit á Fred, mér finnst hann slakur og ekki í þeim gæðaflokki sem aðrir leikmenn í liðinu eru. Mér finnst því Þjóðverjarnir hafa ákveðið forskot fyrir leiknum í kvöld, sagði fyrrum leikmaður þýsku liðanna, Bayer Uerdingen og FC Kaiserslautern.
Hægt er að sjá viðtalið við Lárus í sjónvarpinu hér að ofan.
Taktu þátt í HM-umræðunni á Facebook! Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook þar sem oft skapast líflegar umræður um boltann.
Athugasemdir