„Ég er bara svekktur að taka ekki þrjú stig, margt sem ég var sáttur við en líka margt sem ég var óánægður með. Ég er óánægður með varnarleikinn, við erum kærulausir og gefum mörk, göngum ekki frá leiknum þegar við erum með hann í hendinni á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir dramatískan leik í kvöld gegn FH sem endaði 3-3.
Breiðablik er með 11 stig eftir 15 mögulegum eftir fyrstu fimm umferðir Pepsi-Max deildarinnar, hvað finnst Óskari um það?
„Ég myndi ekki segja að það væri ásættanlegt, við viljum vinna heimaleikina sem við spilum, höfum spilað þrjá núna, unnið tvo og gert eitt jafntefli. Það er ekki ásættanlegt að vera með 11 stig eftir fimm leiki."
Breiðablik er með 11 stig eftir 15 mögulegum eftir fyrstu fimm umferðir Pepsi-Max deildarinnar, hvað finnst Óskari um það?
„Ég myndi ekki segja að það væri ásættanlegt, við viljum vinna heimaleikina sem við spilum, höfum spilað þrjá núna, unnið tvo og gert eitt jafntefli. Það er ekki ásættanlegt að vera með 11 stig eftir fimm leiki."
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 3 FH
Hvað kom til að Guðjón Pétur Lýðsson gekk til liðs við Stjörnuna?
„Hann er náttúrulega búinn að svara því sjálfur í fjölmörgum viðtölum og svo sem voða lítið sem ég get bætt við það, þú spyrð hann að því þegar þú hittir hann á förnum vegi."
VIðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir