Racing Luxembourg 2 - 3 Breiðablik
1-0 Yann Mabella ('15)
2-0 Yann Mabella ('34)
2-1 Gísli Eyjólfsson ('37)
2-2 Thomas Mikkelsen ('66)
2-3 Damir Muminovic ('88)
1-0 Yann Mabella ('15)
2-0 Yann Mabella ('34)
2-1 Gísli Eyjólfsson ('37)
2-2 Thomas Mikkelsen ('66)
2-3 Damir Muminovic ('88)
Breiðablik er í afar góðri stöðu í fyrstu umferð í undankeppni Sambandsdeildarinnar eftir 2-3 sigur í Lúxemborg.
Heimamenn í Racing Luxembourg komust í tveggja marka forystu þökk sé tvennu frá Yann Mabella en Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn fyrir leikhlé. Staðan því 2-1 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.
Blikar tóku völdin á vellinum í seinni hálfleik og jafnaði Thomas Mikkelsen metin á 66. mínútu. Blikar voru áfram með yfirráð á vellinum og komust nálægt því að taka forystuna áður en Damir Muminovic skoraði glæsimark undir lokin, eftir fyrirgjöf frá Höskuldi Gunnlaugssyni. Damir fékk knöttinn yst í teignum á lofti og lét vaða viðstöðulaust.
Blikar eru í frábærri stöðu fyrir seinni viðureignina í Kópavogi í næstu viku. Liðið sem hefur betur mætir Austria Vín í næstu umferð.
Þetta er helvítis mark frá @damirmuminovic #fotboltinet pic.twitter.com/WXNjpQ6e6e
— Freyr S.N. (@fs3786) July 8, 2021
Athugasemdir