Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Barcelona.
Szczesny var búinn að leggja hanskana á hilluna þegar hann fékk kallið frá Barcelona. Hann kom til liðsins til að leysa Marc Andre ter Stegen af hólmi á síðustu leiktíð vegna meiðsla þess síðarnefnda.
Hann lék 30 leiki fyrir liðið og hélt 14 sinnum hreinu. Þá tapaði hann aldrei leið í spænsku deildinni.
Szczesny er 35 ára en hann hefur leikið 572 leiki á ferlinum. Hann hóf meistaraflokksferilinn hjá Arsenal en á þeim tíma fór hann á lán til Brentford og Roma. Hann gekk til liðs við Juventus árið 2017 og lagði svo hanskana á hilluna í fyrra sumar áður en kallið frá Barcelona kom.
Hann vann spænsku deildina, bikarinn og Ofurbikarinn á síðustu leiktíð en hann hefur unnið alls 14 titla á ferlinum.
Athugasemdir