„Ekki vel núna, sérstaklega þegar maður frétti af úrslitum leik Leiknis og Vals. Þetta var gullið tækifæri og hrikalega klaufalegt að fá á sig mark úr föstu leikatriði, þau hafa verið ansi mörg upp á síðkastið; fyrra mark KA líka og 2-3 svoleiðis mörk á móti Breiðabliki. Klárlega eitthvað sem var okkar styrkleiki fyrr í sumar er allt í einu orðinn okkar akkilesarhæll. Þrátt fyrir að KA hafi verið ívið sterkari síðustu 30 mínúturnar þá fengu þeir engin færi og við vorum með þetta alveg undir control. Ég er mjög svekktur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, aðspurður um líðanina eftir jafntefli gegn KA.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 KA
Hvað klikkar í mörkunum sem þeir skora?
„Fyrsta markið var bara basic að lína stígur út, þegar það er tekið horn og gefið langt út fyrir teginn verður öll línan að fylgja eftir. Ég held að einn eða tvær af okkur mönnum hafi setið eftir og mark kom upp úr því. Seinna var klaufaskapur, Kristall var búinn að eiga að mínu mati stórkostlegan leik, hrikalega gaman að horfa á hann en þetta er svona hlutur sem þú ferð með unga leikmenn líka, þeir gera mistök inn á milli. Auðvitað áttu að hreinsa boltann upp í stúku í staðinn fyrir að reyna einhver tricks. Við áttum líka að gera betur í markinu sjálfu fannst mér. Þetta var fyrirgjöf og Rodri illa dekkaður, tómt klúður frá A-Ö."
„Þeir eru með stóra menn KA-menn og eru hættulegir í föstum leikatriðum og gerðu vel að jafna leikinn. Að sama skapi er þetta hrikalega klaufalegt í ljósi úrslita dagsins," sagði Arnar.
Hann var einnig spurður út í gula spjaldið á Loga og hitann á hliðarlínunni undir lok leiks. Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir