Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 08. ágúst 2022 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Sanchez riftir samningi sínum við Inter (Staðfest) - Fer til Marseille
Alexis Sanchez er farinn frá Inter
Alexis Sanchez er farinn frá Inter
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez er laus allra mála hjá Inter eftir að hann komst að samkomulagi um að rifta samningi sínum við félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Inter í dag.

Sílemaðurinn hefur verið á mála hjá Inter síðustu þrjú tímabil en hann var á láni frá Manchester United á fyrstu leiktíðinni áður en ítalska félagið gerði skiptin varanleg.

Sanchez, sem er 33 ára gamall, kom að 43 mörkum í 108 leikjum fyrir Inter og vann Seríu A á tíma sínum þar.

Hann hefur verið í viðræðum við félagið um að rifta samningi sínum síðustu vikur en Inter staðfesti tíðiindin í dag. Sanchez er nú frjáls ferða sinna en hann mun skrifa undir hjá franska félaginu Marseille á næstu dögum.

Sanchez mun skrifa undir tveggja ára samning við Marseille en það verður níunda félagið sem hann spilar fyrir á ferlinum.

Marseille hafnaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og mun spila í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner