Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 08. september 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea fær 25 þúsund punda sekt
Chelsea hefur verið sektað um 25 þúsund pund, að andvirði tæplega 4,4 milljóna íslenskra króna, fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í jafnteflinu gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool og Chelsea mættust fyrir landsleikjahlé og var þar niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Leikmenn Chelsea voru brjálaðir undir lok fyrri hálfleiks þegar Anthony Taylor, dómari leiksins, dæmdi víti eftir VAR-skoðun. Hann gaf einnig Reece James rauða spjaldið þar sem hann varði boltann á línunni.

Taylor fékk að heyra það lengi vel og því fær Chelsea sekt. Þetta mun þó örugglega ekki hafa stór áhrif á fjárhag félagsins.

Það var rætt ítarlega um leik Liverpool og Chelsea í Enski boltinn um daginn. Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir
banner