Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 08. september 2021 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Berg: Þeir eru mjög ungir og eiga eftir að læra
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í 4-0 tapinu gegn Þýskalandi í undankeppni HM í kvöld en hann ræddi við RÚV eftir leikinn.

Þýska liðið var alltof stór biti fyrir Ísland í kvöld. Þeir spiluðu vel og kláruðu leikinn með fjórum mörkum gegn engu.

Ísland tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli en möguleikarnir á að komast á HM eru litlir.

„Þeir eru gríðarlega góðir og við ekki nógu góðir eins og þetta er núna. Við þurfum að læra af því og gera færri mistök, það má ekki gera nein mistök á móti svona liðum," sagði Jóhann Berg við RÚV.

Átti liðið að gera betur í fyrstu tveimur leikjunum?

„Já, algerlega. Ef við ætlum að gera eitthvað í svona riðli þá þurfum við að vinna svona leiki, það gerðum við ekki og það er ekki nógu gott.""

Hann er þó bjartsýnn á framtíðina.

„Þetta eru frábærir fótboltamenn. Þeir eru mjög ungir og eiga eftir að læra. Það er öðruvísi að spila á þessu leveli og það sem Ísland þarf að gera til að vinna leiki er að við þurfum að vera vel rútíneraðir og við erum ekki að því."

Vonin um að komast á HM er veik en liðið mun halda áfram að reyna.

„Auðvitað vill maður alltaf vera með þegar maður hefur farið á þessi stórmót. Þetta var í fyrsta sinn sem við fórum á stórmót á EM þannig þetta er ekki að fara að gerast á öllum stórmótum en við þurfum að byggja upp nýtt lið og reyna aftur að sjálfsögðu," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner