Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. september 2021 19:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu Rudiger nýta sér mistök í varnarleik og tvöfalda forskotið
Icelandair
Úr fyrri leik liðanna í undankeppninni.
Úr fyrri leik liðanna í undankeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan í leik Íslands og Þýskalands er orðin 0-2 fyrir gestina frá Þýskalandi. Leroy Sane kom þeim yfir og Antonio Rudiger bætti við öðru marki á 24. mínútu.

Markið skoraði hann eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Joshua Kimmich.

„Albert fékk dæmda á sig aukaspyrnu. Kimmich tók aukaspyrnuna og Rudiger skallaði glæsilega í hornið. Hnitmiðað. Varnarleikur Íslands brást illilega og Rudiger var aleinn!" segir í textalýsingu frá leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  4 Þýskaland

Þeir Brynjar Ingi Bjarnason og Birkir Már Sævarsson voru að dekka svæðið á fjærstönginni en Rudiger tókst að fría sig algjörlega og átti fastan skalla í fjærhornið.


Athugasemdir
banner
banner