fim 08. september 2022 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umboðsmenn fengu 430 milljónir punda í glugganum
Man Utd greiddi metupphæð fyrir Antony
Man Utd greiddi metupphæð fyrir Antony
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út að umboðsmenn hafi fengið 430,8 milljónir punda í sinn hlut fyrir öll viðskipti sem áttu sér stað í sumarglugganum - karlamegin.

Alls fóru leikmenn á milli félaga fyrir 4,36 milljarða punda í sumar, sem er met, og fengu umboðsmenn nálægt því 10% í sinn hlut. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu 1,9 milljörðum punda í leikmenn, rétt tæplega helming heildarupphæðarinnar.

Á síðustu tíu árum hefur heildaprósentan sem umboðsmenn fá í sinn hlut yfir sumargluggann hækkað um tæp 4%, úr 6,1% í 9,9%.

Í félagsskiptaglugganum féllu fleiri met því kaup Manchester United á Antony urðu metkaup á lokadegi félagsskiptagluggans. United greiddi 81,3 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn sem kom frá Ajax. Aldrei hefur verið greitt meira fyrir leikmann á lokadegi gluggans.

Smelltu hér til að lesa grein BBC um gluggann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner