Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
   sun 08. september 2024 21:12
Hilmar Jökull Stefánsson
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Lengjudeildin
Venni var að vonum svekktur eftir 2-3 tap Þróttar gegn Leikni á heimavelli
Venni var að vonum svekktur eftir 2-3 tap Þróttar gegn Leikni á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurvin Ólafsson, eða Venni eins og hann er gjarnan kallaður, var eðlilega ekkert hoppandi kátur með 2-3 tap sinna manna gegn Breiðhyltingum í Leikni í dag. Tapið þýðir að Þróttur er alfarið úr leik í keppninni um umspilssæti fyrir Bestu deildina.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

Fyrstu viðbrögð eftir leik?

„Auðvitað eins og alltaf, svekktur að tapa.“



Þróttarar voru betri fyrstu 20 mínúturnar, skapa sér meira, halda betur í boltann o.s.frv. Hvað gerist eiginlega eftir að Leiknir kemst yfir?

„Fótboltinn er skrýtin skepna. Ég er bara mjög ánægður með okkur fyrstu 15/20 mínúturnar, bara frábær pressa, búum til fullt af stöðum og ágætis hálffæri. Í raun var ekkert að frétta hjá Leikni á þeim tíma og kannski svekkjandi að ná ekki að nýta sér fyrstu 20 með marki. Virtist vera svolítið högg í magann að fá þetta fyrsta mark á okkur og þessi kafli bara gerir út um þennan leik fyrir okkur. Þrjú mörk á 6/7 mínútum sem sýnir bara hvað fótboltinn er magnaður. Þetta féll með þeim á þeim tíma og þá erum við skyndilega komnir með bakið, ekki bara upp við vegg, heldur inn í eitthvað annað herbergi. Við eyddum restinni af hálfleiknum í að ná jarðtengingu og svo höfðu menn trú á að reyna að koma sér aftur inn í þetta og ég er stoltur af strákunum með okkar leik í seinni hálfleiknum.“



Það var alltaf veik von fyrir þennan leik, að sigur myndi halda Þrótti í baráttu um umspil, en til þess hefðu úrslit annarra leikja þurft að vera Þrótturum hagstæð. Hvaða skilaboð kom Venni með inn í leikmannahópinn í hálfleik?

„Skilaboðin voru aðallega að ef að Leiknir getur skorað þrjú mörk á sex mínútum þá hljótum við að geta gert það líka. Miðað við hvernig seinni hálfleikur æxlaðist þá hefðum við getað skorað átta mörk, en við skorum bara tvö. Þetta var alveg móment fyrir okkar lið að koðna og leggja árar í bát en það var alls ekki þannig bragur á liðinu í seinni hálfleik. Við vorum að stýra ferðinni og skapa haug af færum.“



Þróttur gerði þrefalda breytingu í hálfleik og Venni talaði um að þeir hefðu getað skorað 8 mörk í seinni hálfleik. Þá skoraði einn varamannana, hann Viktor Andri Hafþórsson, tvö mörk, sem bæði voru dæmd af vegna rangstöðu.

„Ég er ekki búinn að sjá fyrra skiptið en seinna skiptið var mjög tæpt. Að lokum þá skiptir það samt ekki máli og ég get ekki tuðað yfir því, leikurinn fór 3-2 og því verður ekki breytt.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.
















Athugasemdir
banner
banner