Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 09:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Ísak: Held að fólk átti sig ekki alveg á því að ég sé 22 ára
Icelandair
Seinna markinu gegn Aserum fagnað.
Seinna markinu gegn Aserum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur spilað vel fyrir íslenska landsliðið að undanförnu. Hann virðist utan frá vera í uppsveiflu í spilamennsku sinni með landsliðinu eftir smá lægð þar að undan. Ísak hefur byrjað síðustu sex landsleiki eftir að hafa ekki byrjað í níu leikjum þar á undan.

Ísak ræddi við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins í París í gær.

„Þetta er bara allt hluti af vegferðinni. Lægð? Nei, þetta er bara hluti af vegferðinni, ég er 22 ára og ég held að fólk átti sig ekki alveg á því. Ég held að fólk haldi að ég sé miklu eldri en ég er af því ég kom svo ungur inn í landsliðið. Þetta er bara hluti af vegferðinni; að treysta vegferðinni," sagði Ísak.

Hann er 22 ára, spilar með Köln í þýsku Bundesliga og hefur þegar spilað 36 andsleiki og skorað sex mörk í þeim leikjum. Tvö af þeim mörkum skoraði hann gegn Aserum á föstudag.

Næsti leikur landsliðsins verður á Prinsavöllum í París annað kvöld gegn Frökkum.
Athugasemdir
banner