Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 07. september 2025 18:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Köln
Ísak Bergmann Jóhannesson var meðal bestu leikmanna Íslands í 5-0 sigri gegn Aserbaídsjan í undankeppni fyrir HM.

Hann skoraði tvennu í sigrinum og var ekki langt frá því að fullkomna þrennuna sína. Seinna markið hans var einstaklega laglegt þegar hann skoraði eftir frábæra sókn íslenska liðsins þar sem Aserarnir voru gjörsamlega sundurspilaðir.

„Ég er búinn að sjá þetta mark svoldið oft, það sást líka á því hvernig við fögnuðum eftir markið. Þetta er mjög flott mark og ég er ótrúlega stoltur af því. Þetta er bara einnar snertingar fótbolti og mér fannst síðasta sendingin frá Jóni Degi alveg geggjuð, að halda sér rólegum og gefa hann á mig þarna. Ég gef honum mesta kreditið," sagði Ísak kátur í viðtali við Fótbolta.net, en hann er spenntur fyrir verkefninu sem er framundan í Frakklandi.

„Auðvitað verðum við miklu minna með boltann og í lágu blokkinni en við munum líka fá okkar tækifæri. Frakkar eru ekki besta pressulið í heimi þannig að við þurfum líka að vera rólegir á boltanum og reyna að skapa færi. Þau verða ekki mörg skiptin sem við fáum að gera það en við verðum að nýta okkar færi. Núna fáum við alvöru 'test' að æfa varnarleikinn. Við ætlum ekki að vera þarna eins og einhverjar keilur, við ætlum að reyna að ná í eitt stig ef ekki þrjú."

Ísak segir að liðið muni sakna Alberts Guðmundssonar vegna gæða hans en bendir á að það eru margir aðrir góðir leikmenn í landsliðshópnum sem geta stigið upp og leikið svipað hlutverk.

Ísak leikur með Köln í efstu deild þýska boltans og segir að hugmyndafræðin hjá þjálfara liðsins sé mjög svipuð og hjá Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara.

Hann ræðir einnig um tenginguna við Hákon Arnar Haraldsson og Stefán Teit Þórðarson sem byrjuðu með honum á miðjunni gegn Aserbaídsjan, en þeir eru allir Skagamenn þó að Stefán Teitur sé nokkrum árum eldri.

„Það gerist ekki oft sem þrír leikmenn úr sama félagi byrji leik saman á miðjunni fyrir íslenska landsliðið. Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri fyrir þá."
Athugasemdir
banner
banner