Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 07. september 2025 18:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Köln
Ísak Bergmann Jóhannesson var meðal bestu leikmanna Íslands í 5-0 sigri gegn Aserbaídsjan í undankeppni fyrir HM.

Hann skoraði tvennu í sigrinum og var ekki langt frá því að fullkomna þrennuna sína. Seinna markið hans var einstaklega laglegt þegar hann skoraði eftir frábæra sókn íslenska liðsins þar sem Aserarnir voru gjörsamlega sundurspilaðir.

„Ég er búinn að sjá þetta mark svoldið oft, það sást líka á því hvernig við fögnuðum eftir markið. Þetta er mjög flott mark og ég er ótrúlega stoltur af því. Þetta er bara einnar snertingar fótbolti og mér fannst síðasta sendingin frá Jóni Degi alveg geggjuð, að halda sér rólegum og gefa hann á mig þarna. Ég gef honum mesta kreditið," sagði Ísak kátur í viðtali við Fótbolta.net, en hann er spenntur fyrir verkefninu sem er framundan í Frakklandi.

„Auðvitað verðum við miklu minna með boltann og í lágu blokkinni en við munum líka fá okkar tækifæri. Frakkar eru ekki besta pressulið í heimi þannig að við þurfum líka að vera rólegir á boltanum og reyna að skapa færi. Þau verða ekki mörg skiptin sem við fáum að gera það en við verðum að nýta okkar færi. Núna fáum við alvöru 'test' að æfa varnarleikinn. Við ætlum ekki að vera þarna eins og einhverjar keilur, við ætlum að reyna að ná í eitt stig ef ekki þrjú."

Ísak segir að liðið muni sakna Alberts Guðmundssonar vegna gæða hans en bendir á að það eru margir aðrir góðir leikmenn í landsliðshópnum sem geta stigið upp og leikið svipað hlutverk.

Ísak leikur með Köln í efstu deild þýska boltans og segir að hugmyndafræðin hjá þjálfara liðsins sé mjög svipuð og hjá Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara.

Hann ræðir einnig um tenginguna við Hákon Arnar Haraldsson og Stefán Teit Þórðarson sem byrjuðu með honum á miðjunni gegn Aserbaídsjan, en þeir eru allir Skagamenn þó að Stefán Teitur sé nokkrum árum eldri.

„Það gerist ekki oft sem þrír leikmenn úr sama félagi byrji leik saman á miðjunni fyrir íslenska landsliðið. Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri fyrir þá."
Athugasemdir
banner
banner