Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rabiot endursameinast Allegri hjá nýju félagi
Rabiot hefur spilað 53 landsleiki fyrir Frakkland.
Rabiot hefur spilað 53 landsleiki fyrir Frakkland.
Mynd: EPA
Max Allegri stýrði Milan til langþráðs Ítalíumeistaratitils 2011.
Max Allegri stýrði Milan til langþráðs Ítalíumeistaratitils 2011.
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur endursameinast Massimiliano Allegri eftir að hafa verið algjör lykilmaður í liði Juventus undir hans stjórn.

Allegri er tekinn við sem aðalþjálfari hjá AC Milan og keypti félagið Rabiot úr röðum Marseille á lokadegi félagaskiptagluggans.

Milan borgar um 10 milljónir evra fyrir Rabiot sem gæti orðið lykilmaður fyrir félagið. Hann gerir þriggja ára samning með möguleika á auka ári.

Rabiot er 30 ára gamall og skoraði 11 mörk í 48 leikjum á sínu besta tímabili með Juventus. Hann skipti til Marseille fyrir síðustu leiktíð og reyndist lykilleikmaður undir stjórn Roberto De Zerbi sem vonaðist til að halda honum í sumar þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi lent í slagsmálum við Jonathan Rowe á æfingu.

Rowe og Rabiot voru að lokum báðir seldir burt frá félaginu og munu þeir mætast í ítölsku deildinni í vetur. Rowe er orðinn leikmaður Bologna, en Bologna vann úrslitaleik ítalska bikarsins gegn Milan á síðustu leiktíð.

   24.08.2025 12:30
Seldur til Bologna eftir að hafa slegist við Rabiot (Staðfest)


Milan keypti einnig inn miðjumennina Ardon Jashari og Samuele Ricci í sumar, ásamt því að krækja í Luka Modric á frjálsri sölu, til að fylla í skörð sem hafa myndast á miðjunni.

Þessir fjórir nýju miðjumenn munu berjast við Youssouf Fofana og Ruben Loftus-Cheek um byrjunarliðssætin á miðjunni í vetur.

Milan krækti í ellefu leikmenn í sumarglugganum, meðal annars Christopher Nkunku og Pervis Estupinan úr ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner