Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zaniolo og Zanoli enduðu báðir hjá Udinese
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sóknartengiliðurinn Nicoló Zaniolo mun leika með Udinese á tímabilinu, á lánssamningi frá Galatasaray.

Udinese krækti í Zaniolo og Alessandro Zanoli á lokadögum sumargluggans til að styrkja sig fyrir deildartímabilið í Serie A.

Zaniolo er lesendum vel kunnur eftir dvöl sína hjá Aston Villa fyrir tveimur árum, en það hefur reynst erfitt fyrir hann að festa sig í sessi í byrjunarliði Galatasaray. Hann lék á láni hjá Atalanta og Fiorentina á síðustu leiktíð og reynir nú fyrir sér með Udinese.

Zaniolo er 26 ára gamall og framlengir samning sinn við Galatasaray um eitt ár til að Tyrklandsmeistararnir tapi ekki verðgildi leikmannsins með því að lána hann út.

Udinese greiðir 3 milljónir evra fyrir lánssamninginn.

Udinese fær einnig bakvörðinn Zanoli úr röðum Napoli þar sem hann kemur á lánssamningi með árangurstengdri kaupskyldu.

Þetta er í fimmta sinn sem Napoli lánar Zanoli burt en í þetta skiptið mun hann líklega ekki snúa aftur.

Zanoli er 24 ára gamall og hefur leikið með Sampdoria, Genoa og Salernitana á láni undanfarin misseri.

Udinese fékk níu leikmenn inn til sín í sumar eftir að hafa misst mikilvæga hlekki úr sínum röðum á borð við Lazar Samardzic, Jaka Bijol og Nehuén Pérez.
Athugasemdir