Kamerúnski markvörðurinn André Onana hefur samþykkt að ganga í raðir Trabzonspor á láni frá Manchester United. Fabrizio Romano greinir frá þessu á X.
Trabzonspor, sem er eitt af sterkustu liðum Tyrklands, náði munnlegu samkomulagi við United um Onana í gær.
Romano segir Onana nú hafa samþykkt að fara til félagsins á láni og sé búinn að skrifa undir alla pappíra.
Hann mun ferðast til Tyrklands á næstu dögum til ganga frá félagaskiptunum, en Trabzonspor greiðir ekkert lánsfé og þá er ekkert kaupákvæði í samningnum.
Onana er 29 ára gamall og verið á mála hjá Man Utd frá 2023. Hann kom frá Inter sem komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar það árið, en náði ekki að fóta sig hjá United.
Á þessu tímabili hefur hann aðeins spilað einn leik með United, í tapi gegn Grimsby Town í deildabikarnum þar sem hann gerði tvö afdrifarík mistök í mörkum D-deildarliðsins.
Markvörðurinn fer nú til Tyrklands í von um að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga eftir tvö slök tímabil með United.
???????????? EXCLUSIVE: André Onana agrees to join Trabzonspor, here we go!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 7, 2025
All contracts are now signed on player side, waiting on counter approval from Trabzonspor and travel next week.
Deal done on loan from Manchester United as revealed on Saturday, no buy option or loan fee. pic.twitter.com/PvSSOGViJS
Athugasemdir