
Bjarni Jóhannsson var sár eftir 2-0 tap við Leikni á Domusnovavellinum í dag. Með tapinu duttu þeir í fallsæti þegar aðeins ein umferð er eftir af Lengjudeildinni í ár.
„Við getum sjálfum okkur um kennt, erum komnir í þessa stöðu. Gerum slæm mistök í fyrri hálfleik sem kostuðu okkur mark."
„Það var hart barist tilbaka og það er ljósi punkturinn í þessu."
Selfoss fengu fjöldan af færum í leiknum en náðu ekki að koma honum í netið. „Ég veit ekki hvað við áttum margar marktilraunir eða hornspyrnur, fórum sérstaklega í fyrri hálfleik illa með góðar stöður sem þeir náðu oft að redda."
„Þetta var mjög sárt tap, af því að við lömdumst og börðumst fyrir því að koma okkur í leikinn aftur en vorum sjálfum okkur verstir."
Síðasti leikur Selfyssinga er á móti Keflavík á heimavelli. „Við höfum viku til að jafna okkur og til að undirbúa þann leik, við verðum að nýta það mjög vel."
„Bláköld staðreynd að við erum í fallsæti fyrir síðustu umferð og eigum séns á að redda okkur en."