Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 11:36
Kári Snorrason
Sverrir þurft að sætta sig við bekkjarsetu í Grikklandi: Átti kannski ekki von á því að þetta væri staðan
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins og Panathinaikos, hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu í Grikklandi. Hann hefur ekkert spilað með liðinu frá því í maí og segir stöðu sína með Panathinaikos hafa komið sér á óvart.

„Vissulega vonbrigði að ég sé ekki að spila. Ég spilaði gífurlega mikið í fyrra og átti kannski ekki von á því að þetta væri staðan í upphafi tímabils. En þetta er eins og fótbolti er, það er samkeppni í liðinu.“

„Núna fer leikjunum að fjölga, deildin farin af stað og bikarinn kemur inn í þetta. Ég mun fá mín tækifæri og undir mér komið að grípa það þegar það gefst. Maður þarf að geta dílað við báðar hliðar af þessu, ég er staðráðinn í því að leggja mikið á mig og koma mér inn í liðið aftur.“


Sverrir segir ekki hafa hugsað um að færa sig um set þrátt fyrir að hafa ekki komið við sögu á tímabilinu.

„Ég er virkilega ánægður hjá klúbbnum, ég finn að ég fæ traust frá þjálfaranum. Það er oft eins og þjálfarar eru þegar við spilum einn leik í einu þá er eðlilegt að hann hreyfi ekki mikið við liðinu. Sérstaklega ef þú ert varnarmaður eða markvörður þá ertu ekki að koma mikið inn í leikina nema að það séu meiðsli.“

„Þeir sem eru búnir að spila eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að bíða eftir að mitt tækifæri kemur og þegar það gerist þarf ég að vera klár.“


Viðtalið við Sverri má sjá hér fyrir neðan og er hann spurður um stöðu sína hjá gríska liðinu eftir rúmlega fjórar mínútur.

Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Athugasemdir