Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   lau 06. september 2025 19:51
Ívan Guðjón Baldursson
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs var ánægður eftir dýrmætan sigur á heimavelli gegn Fjölni í næstsíðustu umferð deildartímabilsins í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Fjölnir

Sigurinn fleytir Þór á topp deildarinnar fyrir lokaumferðina og fellir um leið Fjölni niður um deild.

„Þetta var erfiður leikur þannig ég er gríðarlega ánægður," sagði Siggi eftir sigurinn en Þór mætir Þrótti R. í lokaumferð deildartímabilsins. Liðin eigast við gríðarlega spennandi úrslitaleik þar sem sigurliðið hreppir Lengjudeildartitilinn.

„Þessi síðasti leikur er þannig séð eins og síðustu leikir. Þetta hafa allt verið einhverskonar úrslitaleikir þannig það verður bara sami undirbúningur í rauninni."

Einar Freyr Halldórsson U19 landsliðsmaður og Vilhelm Ottó Biering Ottósson voru ekki með gegn Fjölni en eru liðtækir fyrir lokaumferðina. Einar Freyr er upptekinn í landsliðsverkefni.
Athugasemdir