Svissneski varnarmaðurinn Manuel Akanji gekk til liðs við ítalska stórveldið Inter á lokadegi félagaskiptaglugga sumarsins.
Akanji hafnaði meðal annars tækifærinu til að ganga í raðir AC Milan en hann hefði ekki fengið neinn spiltíma hefði hann orðið eftir í Manchester.
„Það voru sex miðverðir í hópnum og Pep Guardiola sagði við okkur að það yrði mjög erfitt fyrir okkur að fá mikinn spiltíma meðan við værum svona margir," sagði Akanji. „Þess vegna ákvað ég að fara."
Inter borgar 2 milljónir evra fyrir lánssamninginn og getur keypt Akanji fyrir 15 milljónir til viðbótar. Ef Inter vinnur ítölsku deildina þá verður leikmaðurinn sjálfkrafa keyptur til félagsins vegna árangurstengdrar kaupskyldu. Akanji þarf að spila að minnsta kosti helming leikja Inter, auk þess að vinna Serie A deildina, til að vera keyptur.
Akanji spilaði 136 leiki á þremur árum í Manchester. Hann er þrítugur og með tvö ár eftir af samningi hjá City.
02.09.2025 09:21
Akanji til Inter (Staðfest)
Athugasemdir