
Þór/KA tapaði í dag 4-1 gegn Stjörnunni í mikilvægum leik,
Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA,
„Bara eins og þú getur ímyndað þér, tapa 4-1 og eiga það skilið.“
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Þór/KA
Er þetta annar leikurinn í röð sem Þór/KA tapar fyrir liðunum sem hafa verið fyrir neðan þær,
Er einhver skjálfti á Akureyri?
„Úrslitin segja það já að liðin eins og þú segir voru fyrir neðan okkur, þau koma kröftugri til leiks og þó við höfum komið okkur ágætlega inn í þetta eftir að við lendum undir í fyrri hálfleik og verðum fyrir áfalli að missa Möggu þá bara náðu þær aftur yfirhöndinni í seinni hálfleiknum og gengu á lagið þegar við fórum að fækka til baka og reyna að sækja mörk. Einhverra hluta vegna þá var Stjarnan kröftugra liðið í dag og áttu sigurinn skilið.“
Næsti leikur Þór/KA verður heimaleikur gegn Þrótti, næsta föstudag klukkan 18:00
„Það er bara úrslitaleikur alveg eins og þessi var fyrir fram en því miður ekki allar 90 mínúturnar hjá mínu liði en það verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta.“
Hægt er að sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan