Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 09:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham er ekki til sölu
Daniel Levy er hættur sem stjórnarformaður Tottenham en það þýðir ekki að félagið sé til sölu.
Daniel Levy er hættur sem stjórnarformaður Tottenham en það þýðir ekki að félagið sé til sölu.
Mynd: EPA
Tottenham hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að félagið sé ekki til sölu.

Nýverið hafa tveir hópar lýst yfir áhuga á að kaupa félagið en ENIC, sem á mest í Tottenham, segir félagið ekki til sölu.

Annar af þeim hópum sem lýsti yfir áhuga á að kaupa Tottenham var leiddur af Amanda Staveley, sem fór fyrir eignartöku á Newcastle, fyrir ekki svo löngu síðan. Staveley steig síðan frá borði hjá Newcastle.

En í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að Tottenham sé ekki til sölu.

Daniel Levy hætti nýverið sem stjórnarformaður Tottenham eftir 24 ár í því starfi en það þýðir ekki að félagið verði selt. ENIC, fyrirtækið sem á Tottenham, er að mestu í eigu Joe Lewis og fjölskyldu hans.
Athugasemdir
banner