Tottenham hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að félagið sé ekki til sölu.
Nýverið hafa tveir hópar lýst yfir áhuga á að kaupa félagið en ENIC, sem á mest í Tottenham, segir félagið ekki til sölu.
Annar af þeim hópum sem lýsti yfir áhuga á að kaupa Tottenham var leiddur af Amanda Staveley, sem fór fyrir eignartöku á Newcastle, fyrir ekki svo löngu síðan. Staveley steig síðan frá borði hjá Newcastle.
En í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að Tottenham sé ekki til sölu.
Daniel Levy hætti nýverið sem stjórnarformaður Tottenham eftir 24 ár í því starfi en það þýðir ekki að félagið verði selt. ENIC, fyrirtækið sem á Tottenham, er að mestu í eigu Joe Lewis og fjölskyldu hans.
Athugasemdir