Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Danir, Svíar og Færeyingar vilja sigra
Mynd: EPA
Það fara sjö leikir fram samtímis í kvöld í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM á næsta ári.

Þar eiga frændur okkar útileiki og vilja sækja til sigurs í þeim. Svíar heimsækja Kósovó á meðan Danir fara til Grikklands, en báðar þjóðir gerðu jafntefli í fyrstu umferð.

Færeyingar eiga þá útileik gegn smáþjóð Gíbraltar og stefna á sigur eftir að hafa unnið fyrri leikinn á heimavelli. Færeyjar eru með þrjú stig eftir fjórar umferðir.

Skotland heimsækir Belarús á meðan Sviss og Slóvenía eigast við.

Ítalía spilar við Ísrael og Króatía mætir Svartfjallalandi í grannaslag.

Leikir kvöldsins
18:45 Kósóvó - Svíþjóð
18:45 Sviss - Slóvenía
18:45 Belarús - Skotland
18:45 Gibraltar - Færeyjar
18:45 Grikkland - Danmörk
18:45 Ísrael - Ítalía
18:45 Króatía - Svartfjallaland
Athugasemdir
banner