Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Memphis orðinn markahæstur í sögu Hollands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Memphis Depay skoraði tvennu þegar Holland lagði Litháen að velli í undankeppni HM í dag.

Hann varð þar með markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins, með 52 mörk.

Fyrir leikinn var Memphis jafn Robin van Persie sem markahæsti leikmaður sögunnar, en Klaas-Jan Huntelaar er þriðji markahæstur með 42 mörk.

Goðsagnirnar Patrick Kluivert, Dennis Bergkamp, Arjen Robben og Ruud van Nistelrooy fylgja í næstu sætum þar fyrir neðan.

Memphis er 31 árs gamall og var að spila sinn 103. landsleik fyrir Holland.

Hann leikur með Corinthians í brasilísku deildinni þessa dagana eftir að hafa komið við hjá Atlético Madrid, Barcelona, Lyon, Manchester United og PSV Eindhoven á áhugaverðum ferli.
Athugasemdir