Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Eyrún Embla með tvennu - Óttar byrjaði í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: SPAL
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg um að vera hjá Íslendingunum sem leika erlendis í dag þrátt fyrir landsleikjahlé í karlaboltanum.

Eyrún Embla Hjartardóttir var í byrjunarliðinu hjá varaliði Häcken sem leikur í næstefstu deild í Svíþjóð og skoraði hún tvennu í flottum sigri.

Eyrún Embla, sem er 20 ára gömul, skoraði tvö í 3-0 sigri gegn Mallbacken. Varaliðið hjá Häcken er með 21 stig eftir 17 umferðir.

Í karlaboltanum var Óttar Magnús Karlsson í byrjunarliðinu hjá Renate sem lagði AlbinoLeffe að velli í Serie C á Ítalíu.

Óttar spilaði fyrstu klukkustundina og var skipt af velli í stöðunni 0-2 fyrir Renate. Lokatölur urðu 2-3 og er Renate með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Oliver Stefánsson var þá í byrjunarliði Tychy sem tapaði 3-0 í æfingaleik gegn Piast Gliwice í Póllandi.

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum stýrði Milos Milojevic sínum mönnum til sigurs í 16-liða úrslitum bikarsins.

Al-Sharjah sigraði þar gegn Dibba Al-Fujairah í leik þar sem lokatölur urðu 2-0. Igor Coronado, fyrrum leikmaður Corinthians, lagði bæði mörkin upp.

Að lokum voru hvorki Jason Daði Svanþórsson né Benóný Breki Andrésson með í neðri deildum enska boltans í dag er félagsliðin þeirra mættu til leiks.

Grimsby Town vann á útivelli gegn MK Dons í League Two og situr í fjórða sæti deildarinnar, með 14 stig eftir 7 umferðir. Jason Daði er að glíma við hnémeiðsli og tók því ekki þátt.

Stockport County tapaði á útivelli gegn Plymouth Argyle en Benóný Breki var ekki með vegna landsliðsverkefnis með U21. Stockport er með 11 stig eftir 7 umferðir.

Hacken B 3 - 0 Mallbacken
1-0 T. Olausson ('15)
2-0 Eyrún Embla Hjartardóttir ('31)
2-0 T. Olausson, misnotað víti ('64)
3-0 Eyrún Embla Hjartardóttir ('73)

AlbinoLeffe 2 - 3 Renate

Al-Sharjah 2 - 0 Dibba Al-Fujairah

Piast Gliwice 3 - 0 Tychy

MK Dons 2 - 3 Grimsby

Plymouth 4 - 2 Stockport

Athugasemdir