Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   sun 07. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Þróttur mætir botnliðinu og úrslitaleikur í 5. deild
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru sjö leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og ríkir mikil spenna fyrir lokahnykk tímabilsins.

Það er einn leikur á dagskrá í Bestu deild kvenna þegar Þróttur R. fær botnlið FHL í heimsókn, en Austfirðingar eru aðeins komnar með 3 stig eftir 15 leiki.

Þróttur er sex stigum á eftir FH sem situr í öðru sæti, með leik til góða, og á því enn góða möguleika á öðru sætinu.

ÍH og Selfoss eigast við í toppslag 2. deildar kvenna en leikurinn er þýðingarlítill eftir að Selfyssingar tryggðu sér titilinn í síðustu umferð.

Í 3. deild karla eigast Árbær og Sindri við, þar sem gestirnir frá Höfn í Hornafirði eru í mikilli fallbaráttu á meðan Árbæingar sigla lygnan sjó um miðja deild.

Að lokum er úrslitaleikur í 5. deild karla þar sem Álafoss tekur á móti Úlfunum. Heimamenn í liði Álafoss eru einu marki yfir eftir fyrri leikinn á útivelli.

Besta-deild kvenna
14:00 Þróttur R.-FHL (AVIS völlurinn)

2. deild kvenna - A úrslit
16:00 Völsungur-Fjölnir (PCC völlurinn Húsavík)
16:00 ÍH-Selfoss (Skessan)

2. deild kvenna - B úrslit
14:00 Álftanes-Dalvík/Reynir (Samsungvöllurinn)

3. deild karla
14:00 Árbær-Sindri (Domusnovavöllurinn)

5. deild karla - úrslitakeppni
18:30 Álafoss-Úlfarnir (Malbikstöðin að Varmá)

Utandeild
15:00 Neisti D.-Einherji (Djúpavogsvöllur)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 16 14 1 1 63 - 12 +51 43
2.    FH 16 11 2 3 39 - 19 +20 35
3.    Þróttur R. 15 9 2 4 27 - 18 +9 29
4.    Valur 16 7 3 6 24 - 24 0 24
5.    Stjarnan 16 7 1 8 26 - 31 -5 22
6.    Þór/KA 16 7 0 9 29 - 31 -2 21
7.    Víkingur R. 16 6 1 9 34 - 38 -4 19
8.    Fram 16 6 0 10 22 - 40 -18 18
9.    Tindastóll 16 5 2 9 20 - 34 -14 17
10.    FHL 15 1 0 14 8 - 45 -37 3
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Magni 21 15 3 3 58 - 25 +33 48
2.    Hvíti riddarinn 21 15 2 4 70 - 31 +39 47
3.    Augnablik 21 13 5 3 53 - 27 +26 44
4.    Tindastóll 21 11 2 8 60 - 36 +24 35
5.    Reynir S. 21 10 5 6 48 - 44 +4 35
6.    Árbær 20 9 4 7 45 - 43 +2 31
7.    KV 21 8 4 9 64 - 57 +7 28
8.    Ýmir 21 6 6 9 36 - 38 -2 24
9.    KF 21 5 5 11 34 - 48 -14 20
10.    Sindri 20 5 4 11 31 - 43 -12 19
11.    KFK 21 5 3 13 27 - 54 -27 18
12.    ÍH 21 1 1 19 29 - 109 -80 4
Athugasemdir