Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Crouch var lukkustrákur hjá utandeildarliði
Mynd: EPA
Peter Crouch, fyrrum framherji Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og enska landsliðsins, var lukkustrákur á leik í ensku utandeildinni um helgina.

Crouch tapaði veðmáli í Fantasy deild með vinum sínum og þurfti að mæta til leiks sem lukkustrákur þegar Farnham spilaði við Sholing.

Crouch er rúmir 2 metrar á hæð og var því afar fyndin sjón að sjá hann í hlutverki lukkustráks fyrir upphafsflautið. Hann leiddi leikmann Farnham út á völlinn eftir að hafa fengið 'fulla reynsluferð' af því hvernig er að vera lukkustrákur á leikdegi hjá utandeildarfélaginu.

Það fóru nokkrar klukkustundir í þetta verkefni hjá Crouch, þar sem hann varði stórum hluta dagsins með hinum lukkustrákunum hjá Farnham og snæddi meðal annars kvöldverð með þeim.

Sjáðu upprunalega frétt á vefsíðu The Sun, með skemmtilegu myndefni.

Peter Crouch walking out as a mascot for Farnham Town
byu/oklolzzzzs insoccer

Athugasemdir
banner