Belgía og Þýskaland á heimavelli
Það fara átta leikir fram í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í dag og í kvöld þar sem má finna afar spennandi slag meðal kvöldleikjanna, þegar Tyrkland fær Spán í heimsókn.
Liðin eigast við í 2. umferð E-riðils eftir sigra gegn Georgíu og Bulgaríu í fyrstu umferð. Georgía og Búlgaría eigast við í fyrsta leik dagsins.
Í G-riðli eru þrjár þjóðir jafnar á toppnum í fimm liða riðli. Holland getur styrkt stöðu sína í toppsætinu með sigri í Litháen í dag, áður en Pólland og Finnland eigast við í toppslag.
Landsliðin eru öll jöfn með sjö stig en Holland á leik til góða.
Finnland vann fyrri leikinn gegn Póllandi á heimavelli og nú leita Pólverjar hefnda eftir gott jafntefli í Hollandi í síðasta leik.
Belgía og Þýskaland eiga heimaleiki við Kasakstan og Norður-Írland í kvöld og eru þetta skyldusigrar fyrir heimamenn. Taplausir Belgar eru í fimm liða riðli og geta jafnað Wales á toppnum með sigri, á meðan Þjóðverjar eru í fjögurra liða riðli og töpuðu óvænt í Slóvakíu í fyrstu umferð sem fór fram fyrir helgi.
Undankeppni HM
13:00 Georgía - Bulgaría
16:00 Norður Makedónía - Liechtenstein
16:00 Litháen - Holland
18:45 Lúxemborg - Slóvakía
18:45 Pólland - Finnland
18:45 Belgía - Kasakstan
18:45 Þýskaland - Norður-Írland
18:45 Tyrkland - Spánn
Athugasemdir