
Fernando Santos var látinn fara sem landsliðsþjálfari Aserbaídsjan eftir 5-0 tap á Íslandi. Santos tók við landsliði Aserbaídsjan á síðasta ári en tókst ekki að vinna leik með liðið.
Santos var gagnrýndur harðlega eftir frammistöðuna gegn Íslandi og ýjaði Jahangir Farajullayev, framkvæmdastjóri sambandsins, að því að Santos yrði látinn fara sem var svo gert.
Santos var gagnrýndur harðlega eftir frammistöðuna gegn Íslandi og ýjaði Jahangir Farajullayev, framkvæmdastjóri sambandsins, að því að Santos yrði látinn fara sem var svo gert.
Blaðamenn frá Aserbaídsjan þjörmuðu að Santos á Laugardalsvelli eftir tapið á Íslandi og hvöttu hann til að segja af sér. Hann sagðist vera með samning en það fór ekki vel í blaðamennina.
Einn þeirra spurði hann einfaldlega hvort hann vissi að það væri beint flug frá Íslandi til Portúgals; vildi að hann myndi fara þangað frekar en í næsta leik Aserbaídsjan.
Santos er fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals og stýrði liðinu til Evrópumeistaratitils árið 2016. Síðan þá hefur lítið verið að frétta hjá honum.
Athugasemdir