U19 ára landslið Englands gerði 3-3 jafntefli í æfingalandsleik gegn Spánverjum í gær og var kantmaðurinn knái Max Dowman í byrjunarliði Englendinga.
Dowman er aðeins 15 ára gamall en hann þykir mikið undrabarn og hefur verið að æfa með meistaraflokki Arsenal á byrjun tímabils.
Hann er einstaklega knár með boltann og var líflegur í fyrri hálfleik gegn Spáni. Hann komst þó lítið áleiðis útaf stöðugum brotum andstæðinganna sem hikuðu ekki við að sparka hann niður þó að liðin væru að keppa æfingalandsleik - eða vináttulandsleik.
Dowman kvartaði sáran undan stöðugum brotum andstæðinganna en þar var vinstri bakvörðurinn Davinchi aðallega að verki.
Eftir tíunda brotið á Dowman ákvað dómari leiksins loks að sýna gult spjald.
Stuðningsmenn Arsenal eru afar spenntir fyrir þessum unga kantmanni sem var algjör lykilmaður í U17 landsliðinu áður en hann tók skrefið upp í U19.
Dowman á sextán ára afmæli á gamlársdag en hann hefur komið við sögu í tveimur af þremur úrvalsdeildarleikjum Arsenal á upphafi tímabils.
Max Dowman was fouled 10 times in one half against Spain's U19s today
byu/Gungerz insoccer
Athugasemdir