
Síðustu Íslendingaleikjum dagsins er lokið í Evrópu, þar sem Oskar Tor Sverrisson lék allan leikinn í jafntefli í sænska boltanum.
Ariana gerði jafntefli við Skovde AIK í þriðju efstu deild þar í landi. Oskar og félagar eiga 30 stig eftir 21 umferð.
Í norska kvennaboltanum kom Daníela Dögg Guðnadóttir við sögu í sigri Álasunds gegn Arna-Björnar í næstefstu deild.
Álasund er í öðru sæti eftir sigurinn, þremur stigum á eftir toppliði Haugesund í harðri toppbaráttu þegar fimm umferðir eru eftir af deildartímabilinu.
Í skoska kvennaboltanum sat Telma Ívarsdóttir á bekknum þar sem hún er varamarkvörður hjá Rangers sem vann nágrannaslaginn gegn Celtic.
Rangers klifrar uppfyrir Celtic og kemur sér á topp deildarinnar með þessum sigri. Rangers er með 10 stig eftir 4 umferðir, einu stigi meira en Celtic.
Að lokum var Sigdís Eva Bárðardóttir ónotaður varamaður í 3-3 jafntefli hjá Norrköping gegn Brommapojkarna í efstu deild í Svíþjóð.
Norrköping var á miklu skriði og hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir jafnteflið í dag. Liðið siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar á meðan Brommapojkarna er í harðri fallbaráttu.
María Þórisdóttir var ekki í hóp hjá Marseille sem tapaði gegn stórveldi Lyon í efstu deild í Frakklandi.
Ariana 1 - 1 Skovde AIK
Aalesund 3 - 1 Arna-Björnar
Celtic 0 - 2 Rangers
Norrköping 3 - 3 Brommapojkarna
Lyon 3 - 1 Marseille
Athugasemdir