

'Ég hef engar áhyggjur af þessu liði á móti liðum á þessum kaliber, þeir eru það góðir í fótbolta að það verður ekki vandamál fyrir þá'
Framundan hjá íslenska landsliðinu er leikur gegn Frakklandi á Prinsavelli í París á þriðjudag. Leikurinn er liður í undankeppni HM en bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu umferð riðilsins; Ísland fór illa með Aserbaísjan og Frakkland lagði Úkraínu í sínum fyrsta leik.
Ísland og Frakkand voru saman í riðli í undankeppninni fyrir EM alls staðar og þá var Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.
Ísland og Frakkand voru saman í riðli í undankeppninni fyrir EM alls staðar og þá var Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.
Frábær 25 mínútna kafli
„Við áttum að vinna leikinn gegn Aserum, gerðum það og gerðum það vel. Þetta var smá erfitt í fyrri hálfleik, vorum smá ryðgaðir, svo kom þetta góða mark frá Gulla eftir frábæra hornspyrnu. Það er svo 25 mínútna kafli í seinni hálfleik þar sem íslenska liðið spilar gríðarlega vel og lendir ekki í vandræðum með eitt né neitt; frábær 'rest-defense', góð pressa á bolta og geggjuð mörk. Þriðja markið kristallar þessa kynslóð; hvernig þeir sundurspila andstæðinginn og skora gott mark. Ég hef engar áhyggjur af þessu liði á móti liðum á þessum kaliber, þeir eru það góðir í fótbolta að það verður ekki vandamál fyrir þá," segir Freysi.
„Liðið hefur fengið góðan tíma til að byggja sig upp fyrir þessa undankeppni og nú eru þeir bara í dauðafæri. Þessi riðill er þess eðlis að ef við náum upp smá skriði og leikmenn eru ferskir þá getum við allavega náð þessu umspilssæti."
Höfum brennt okkur á því að treysta á Frakka
„Leikirnir á móti Frökkum eru mikilvægir fyrir okkur. Ef við náum þessu öðru sæti og förum í umspil þá munum við að öllum líkindum mæta sterkum mótherja og þá þurfum við að vera í standi til þess að gera það. Leikmyndin í leiknum gegn Aserum er alls ekki lík (e. relevant) þeirri sem verður á móti sterkari andstæðingum."
Frakkland er sterkasta lið riðilsins. Það var líka staðan 2019 þegar Ísland var í riðli með Frökkum og Tyrkjum. Þá unnu Frakkar 4-0 á heimavelli gegn Íslandi og 0-1 á Laugardalsvelli. Tyrkir náðu hins vegar að vinna Frakka heima og gerðu jafntefli í Frakklandi sem tryggði þeim 2. sæti riðilsins og sæti á EM. Í þessari undankeppni fer efsta sæti riðilsins beint á HM og liðin í 2. sæti riðlanna fara í umspil um farmiða til Bandaríkjanna.
„Það er allt hægt í þessu, þetta er gott próf fyrir liðið. Mjög mikilvægur leikur fyrir liðið. Við höfum brennt okkur á því áður að treysta á Frakka og líta á þá leiki sem einhverja bónusleiki. Við skulum ekki gera það aftur. Það er mikilvægt að fara í leikinn gegn Frökkum til að ná góðri frammistöðu og fá góðan lærdóm, en ekki síður að reyna allt sem við getum til að fá stig út úr þeim leik," segir Freyr.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ísland | 1 | 1 | 0 | 0 | 5 - 0 | +5 | 3 |
2. Frakkland | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 0 | +2 | 3 |
3. Úkraína | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 2 | -2 | 0 |
4. Aserbaísjan | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 5 | -5 | 0 |
Athugasemdir