Tveimur leikjum var að ljúka rétt í þessu í forkeppni Evrópuþjóða fyrir HM á næsta ári, þar sem stórþjóðir Englands og Portúgals fóru með sigra af hólmi.
England lagði smáþjóð Andorru að velli með tveimur mörkum gegn engu á meðan Portúgal rúllaði yfir Armeníu á útivelli.
Declan Rice innsiglaði sigur Englendinga í seinni hálfleik eftir að lærlingar Thomas Tuchel héldu boltanum 83% leiksins og áttu ellefu marktilraunir sem rötuðu í átt að rammanum gegn tveimur frá gestunum.
Sigur Englands var aldrei í hættu þó að áhorfendur hefðu viljað sjá fleiri mörk. England er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í undankeppninni og á liðið enn eftir að fá mark á sig.
Joao Félix og Cristiano Ronaldo skoruðu þá sitthvora tvennuna þegar Portúgal setti fimm mörk í Armeníu.
Fertugur Ronaldo heldur áfram að bæta met eftir met á meðan Félix virðist vera búinn að finna taktinn aftur eftir félagaskipti sín til Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Hann er einnig liðsfélagi Ronaldo þar og skoraði þrennu í síðasta leik fyrir landsleikjahlé.
Joao Cancelo, sem leikur fyrir Al-Hilal, komst líka á blað og átti stoðsendingu.
Portúgal mætti til leiks í fyrstu umferð forkeppninnar í dag.
England 2 - 0 Andorra
1-0 Christian Garcia ('25 , sjálfsmark)
2-0 Declan Rice ('67 )
Armenia 0 - 5 Portugal
0-1 Joao Felix ('10 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('21 )
0-3 Joao Cancelo ('32 )
0-4 Cristiano Ronaldo ('46 )
0-5 Joao Felix ('61 )
Athugasemdir