Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 14:36
Brynjar Ingi Erluson
Stjarnan fær sekt fyrir að brjóta reglur um skýrslugerð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt Stjörnuna til að greiða 150 þúsund krónur í sekt fyrir að brjóta reglur um skýrslugerð í 3-2 sigri liðsins á KA í Bestu deildinni á sunnudag, en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ.

KA kærði Stjörnuna til KSÍ fyrir að skila skýrslu seint inn og vegna þess að Þór Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, hafi ekki verið skráður á skýrslu.

Var þess krafist að KA yrði dæmdur 3-0 sigur á Stjörnunni og að þjálfari og/eða forráðamanni Stjörnunnar yrði að sæta leikbanni í stjórnarstörfum í eitt ár eða samkvæmt mati aga- og úrskurðarnefndar.

Skýrsla Stjörnumanna var ekki birt á vef KSÍ 60 mínútum fyrir leik og var því ekki mótmælt af hálfu Stjörnunnar.

Þór var ekki skráður á skýrsluna en tók samt fullan þátt í leiknum sjálfum.

Stjarnan sagðist ekki geta unað við aðdróttanir KA-manna í þeirra garð og að í handbók KSÍ komi fram að skýrslunni eigi að skila undirritraðri og endanlegri til dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Stjarnan gekkst þó við því að hafa gert mistök með að skrá ekki Þór á skýrsluna og harmar félagið þau mistök.

   31.08.2025 19:15
Framkvæmdastjóri KA ósáttur: Á bara að vera feit sekt


KSÍ komst að þeirri niðurstöðu að dæma Stjörnuna til að greiða 150 þúsund krónur í sekt en að úrslitin standi áfram óhögguð.

Þjálfari og forráðamaður Stjörnunnar skulu ekki sæta viðurlögum þar sem ekkert bendir til þess að skýrslan hafi verið fölsuð og því sé ekki tilefndi til að dæma þá í bann.

Hér má lesa nánar um úrskurð KSÍ
Athugasemdir
banner