Magni frá Grenivík er búinn að tryggja sér sæti í 2. deild eftir jafntefli gegn Hvíta riddaranum í dag.
Leikurinn var gríðarlega fjörugur þar sem menn voru augljóslega ekki að spila upp á jafnteflið, en lokatölur urðu 3-3 eftir að heimamenn í liði Magna höfðu komist í 3-1 forystu. Gunnar Darri Bergvinsson var besti maður vallarins, hann skoraði öll þrjú mörk heimamanna.
Bæði lið eru svo gott sem komin upp um deild eftir jafnteflið. Grenvíkingar eru stærðfræðilega öruggir á meðan Mosfellingar þurfa að glata þrettán marka forystu í lokaumferðinni til að missa af öðru sætinu.
Augnablik er í þriðja sæti eftir stórsigur á útivelli gegn KFK. Kópavogsstrákar taka á móti KF í lokaumferðinni og þurfa líklegast meira en tíu marka sigur þar til að eiga möguleika á að stela öðru sætinu af Hvíta riddaranum.
Í fallbaráttunni tókst Ými að bjarga sér með frábærum sigri á útivelli gegn KV. Ýmismenn komust í fjögurra marka forystu þar sem Björn Ingi Sigurðsson setti þrennu, en lokatölur urðu 3-5 fyrir Ými.
KFK, Sindri og KF geta enn fallið fyrir lokaumferðina. Sindri á leik til góða á hin tvö liðin, á útivelli gegn Árbæ á morgun.
KFK 1 - 6 Augnablik
0-1 Viktor Andri Pétursson ('19 )
0-2 Júlíus Óli Stefánsson ('41 )
0-3 Þorbergur Úlfarsson ('62 )
0-4 Þorbergur Úlfarsson ('70 )
1-4 Olsi Tabaku ('72 )
1-5 Orri Bjarkason ('74 )
1-6 Freyr Snorrason ('78 )
Rautt spjald: Sigurður Orri Magnússon , KFK ('90)
KV 3 - 5 Ýmir
0-1 Björn Ingi Sigurðsson ('3 )
0-2 Reynir Leó Egilsson ('8 )
0-3 Björn Ingi Sigurðsson ('32 )
0-4 Björn Ingi Sigurðsson ('47 )
1-4 Samúel Már Kristinsson ('68 )
1-5 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('70 )
2-5 Samúel Már Kristinsson ('79 )
3-5 Tristan Alex Tryggvason ('90 )
Magni 3 - 3 Hvíti riddarinn
1-0 Gunnar Darri Bergvinsson ('8 )
1-1 Rikharður Smári Gröndal ('18 )
2-1 Gunnar Darri Bergvinsson ('29 )
3-1 Gunnar Darri Bergvinsson ('51 )
3-2 Hilmar Þór Sólbergsson ('59 )
3-3 Birkir Örn Baldvinsson ('89 )
KF 0 - 3 Reynir S.
0-1 Jordan Smylie ('40 )
0-2 Sigurður Orri Ingimarsson ('57 )
0-3 Ólafur Darri Sigurjónsson ('69 )
ÍH 2 - 9 Tindastóll
1-0 Viktor Örn Guðmundsson ('5 )
1-1 Svetislav Milosevic ('8 )
2-1 Brynjar Jónasson ('40 )
2-2 Manuel Ferriol Martínez ('45 )
2-3 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('50 , Mark úr víti)
2-4 Arnar Ólafsson ('53 )
2-5 Arnar Ólafsson ('62 )
2-6 Arnar Ólafsson ('65 )
2-7 Jóhann Daði Gíslason ('80 )
2-8 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('89 )
2-9 Svetislav Milosevic ('90 )
3. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Magni | 21 | 15 | 3 | 3 | 58 - 25 | +33 | 48 |
2. Hvíti riddarinn | 21 | 15 | 2 | 4 | 70 - 31 | +39 | 47 |
3. Augnablik | 21 | 13 | 5 | 3 | 53 - 27 | +26 | 44 |
4. Tindastóll | 21 | 11 | 2 | 8 | 60 - 36 | +24 | 35 |
5. Reynir S. | 21 | 10 | 5 | 6 | 48 - 44 | +4 | 35 |
6. Árbær | 20 | 9 | 4 | 7 | 45 - 43 | +2 | 31 |
7. KV | 21 | 8 | 4 | 9 | 64 - 57 | +7 | 28 |
8. Ýmir | 21 | 6 | 6 | 9 | 36 - 38 | -2 | 24 |
9. KF | 21 | 5 | 5 | 11 | 34 - 48 | -14 | 20 |
10. Sindri | 20 | 5 | 4 | 11 | 31 - 43 | -12 | 19 |
11. KFK | 21 | 5 | 3 | 13 | 27 - 54 | -27 | 18 |
12. ÍH | 21 | 1 | 1 | 19 | 29 - 109 | -80 | 4 |
Athugasemdir