Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer til Sádi-Arabíu fyrir 25 milljónir evra (Staðfest)
Mynd: EPA
Sádi-arabíska félagið Al Ahli hefur gengið frá kaupum á franska U21 landsliðsmanninum Valentin Atangana frá Reims fyrir 25 milljónir evra.

Atangana þreytti frumraun sína með aðalliði Reims fyrir tveimur árum og spilaði síðan stórt hlutverk á síðustu leiktíð er liðið komst í bikarúrslit. Liðið stóð sig ekki jafn vel í deildinni, en það hafnaði þriðja neðsta sæti og tapaði síðan umspilinu gegn Metz um sæti í deildinni.

Þessi tvítugi leikmaður var eftirsóttur af Strasbourg í sumar áður en Al Ahli kom inn í baráttuna.

Al Ahli yfirbauð Strasbourg og hefur nú staðfest komu miðjumannsins.

Atangana á að baki fjölda landsleikja með yngri landsliðum Frakklands. Hann á 2 leiki með U21 árs landsliðinu, en ekki verið í hóp í síðustu verkefnum.


Athugasemdir
banner