Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lorenzo Insigne á leið aftur í Serie A
Mynd: EPA
Kantmaðurinn knái Lorenzo Insigne virðist vera á leið aftur í ítalska boltann eftir þriggja ára dvöl hjá Toronto FC í Kanada.

Insigne er 34 ára gamall og kom að 35 mörkum í 76 leikjum með Toronto.

Hann var lykilmaður í sterku liði Napoli fyrir flutning vestanhafs og lék 54 sinnum fyrir ítalska landsliðið. Hann varð Evrópumeistari með Ítalíu í miðjum COVID-faraldri og vann ítalska bikarinn tvisvar sinnum með Napoli.

Insigne er kominn langt í viðræðum sínum við Parma og er sagður vera mjög spenntur fyrir endurkomu í ítalska boltann.

Parma endaði með 36 stig úr 38 leikjum sem nýliði í Serie A á síðustu leiktíð, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir