
„Hún er svolítið súr, mér líður eins og við hefðum misst tvö stig. Ég held þegar maður gerir leikinn upp, FHL spilaði virkilega góðan leik, bara hrós á þær, í þeirri stöðu sem liðið er að koma og spila eins og þær gerðu, það var kraftur í þeim og gott skipulag og stórhættulegar í sínum sóknaraðgerðum, skyndisóknum sérstaklega. Við fengum erfiðan andstæðing í dag, díluðum ekki alveg nógu vel við það, við vorum með mikið með boltann í fyrri hálfleik en það er ekki fyrr en eftir svona síðustu sjö mínúturnar þar sem ég þekkti liðið eins og ég hef séð það í sumar framan að í ákefð og hugsun. Byrjun á seinni hálfleik var fín en allt of langir kaflar þar sem við spilum of hægt og of mikið til hliðar, erum ekki með árásargirni sem þarf að vera" sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þrótts eftir 2-2 jafntefli á heimavelli gegn FHL.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 2 FHL
Hvernig fannst þér leikurinn spilast?
„Hann spilaðist þannig í fyrri hálfleik, mikið með boltann en ekki að ógna inn á teigi, náum að skora þetta jöfnunarmark undir lok hálfleiksins. FHL gerir virkilega gott skyndisóknarmark á okkur, kemst yfir, leggjast til baka, við náum að jafna. Það er það sem við töluðum í hálfleik að halda ákefðinni sem var síðustu sjö mínúturnar áfram. Mér fannst við gera það mjög vel, byrjuðum hálfleikinn vel og komumst yfir, þá vantaði að láta kné fylgja kviði og svona drepa leikinn, fáum svo mark í andlitið, aftur mjög gott mark hjá þeim, við megum ekki gleyma því að hrósa andstæðingunum þegar þeir gera vel, það er ekki alltaf bara skítamörk og aulaskapur sem að okkur er svolítið tamt að tala um þjálfurum, ég hrósa FHL fyrir þennan leik í dag, þær áttu stigið alveg fyllilega verðskuldað".
Ólafur finnst mikilvægt að vera með rétt hugarfar í næsta leik.
„Þetta lítur bara út að þessi leikur er búinn og það þýðir ekkert að standa hérna og vera með einhver svartsýnisraus, við þurfum að reisa okkur við, það er vonbrigði að tapa þessum stigum en þessi leikur er algjörlega óháður þeim leik sem verður spilað á föstudaginn. ætla ég að vona að við höfum þannig hugarfar, þannig það að fara draga einn leik með sér í annan, það gengur ekki bara upp".
„Hann var mjög opinn í restina og FHL reyndi að sækja sigurinn og við reyndum að sækja sigurinn og ég vil frekar lifa með því að mitt lið sé að reyna að sækja sigurinn, það þýðir þá það að það er möguleiki á því að andstæðingurinn skori frekar en að vera passívur. Mér fannst sjö mínútur þar sem við vorum að hugsa fram á við og við þorðum að taka áhættur, síðustu sjö mínútur í fyrri hálfleik, þannig vil ég sjá liðið spila. Ég get þá ekki beðið þær um að vera með belti og axlabönd í seinni leiknum" sagði Ólafur um fjörugar síðustu mínútur í leiknum.