Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   sun 07. september 2025 17:41
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hún er svolítið súr, mér líður eins og við hefðum misst tvö stig. Ég held þegar maður gerir leikinn upp, FHL spilaði virkilega góðan leik, bara hrós á þær, í þeirri stöðu sem liðið er að koma og spila eins og þær gerðu, það var kraftur í þeim og gott skipulag og stórhættulegar í sínum sóknaraðgerðum, skyndisóknum sérstaklega. Við fengum erfiðan andstæðing í dag, díluðum ekki alveg nógu vel við það, við vorum með mikið með boltann í fyrri hálfleik en það er ekki fyrr en eftir svona síðustu sjö mínúturnar þar sem ég þekkti liðið eins og ég hef séð það í sumar framan að í ákefð og hugsun. Byrjun á seinni hálfleik var fín en allt of langir kaflar þar sem við spilum of hægt og of mikið til hliðar, erum ekki með árásargirni sem þarf að vera" sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þrótts eftir 2-2 jafntefli á heimavelli gegn FHL.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 FHL

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?

„Hann spilaðist þannig í fyrri hálfleik, mikið með boltann en ekki að ógna inn á teigi, náum að skora þetta jöfnunarmark undir lok hálfleiksins. FHL gerir virkilega gott skyndisóknarmark á okkur, kemst yfir, leggjast til baka, við náum að jafna. Það er það sem við töluðum í hálfleik að halda ákefðinni sem var síðustu sjö mínúturnar áfram. Mér fannst við gera það mjög vel, byrjuðum hálfleikinn vel og komumst yfir, þá vantaði að láta kné fylgja kviði og svona drepa leikinn, fáum svo mark í andlitið, aftur mjög gott mark hjá þeim, við megum ekki gleyma því að hrósa andstæðingunum þegar þeir gera vel, það er ekki alltaf bara skítamörk og aulaskapur sem að okkur er svolítið tamt að tala um þjálfurum, ég hrósa FHL fyrir þennan leik í dag, þær áttu stigið alveg fyllilega verðskuldað".

Ólafur finnst mikilvægt að vera með rétt hugarfar í næsta leik.

„Þetta lítur bara út að þessi leikur er búinn og það þýðir ekkert að standa hérna og vera með einhver svartsýnisraus, við þurfum að reisa okkur við, það er vonbrigði að tapa þessum stigum en þessi leikur er algjörlega óháður þeim leik sem verður spilað á föstudaginn. ætla ég að vona að við höfum þannig hugarfar, þannig það að fara draga einn leik með sér í annan, það gengur ekki bara upp".

„Hann var mjög opinn í restina og FHL reyndi að sækja sigurinn og við reyndum að sækja sigurinn og ég vil frekar lifa með því að mitt lið sé að reyna að sækja sigurinn, það þýðir þá það að það er möguleiki á því að andstæðingurinn skori frekar en að vera passívur. Mér fannst sjö mínútur þar sem við vorum að hugsa fram á við og við þorðum að taka áhættur, síðustu sjö mínútur í fyrri hálfleik, þannig vil ég sjá liðið spila. Ég get þá ekki beðið þær um að vera með belti og axlabönd í seinni leiknum" sagði Ólafur um fjörugar síðustu mínútur í leiknum.


Athugasemdir
banner