Fabrizio Romano greinir frá því að Arsenal hafi engan áhuga á að selja Leandro Trossard til Besiktas. Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi er opinn til föstudags.
Tyrkneska stórveldið vill fá Trossard í sínar raðir, en Arsenal vill ekki missa þennan fjölhæfa leikmann.
Trossard er ekki byrjunarliðsmaður hjá Arsenal en hefur mikið verið notaður inn af bekknum eða til að fylla í skarðið fyrir meidda byrjunarliðsmenn. Hann hefur skemmtilega hæfileika sem geta breytt gangi leikja.
Belginn knái er sagður hafa samþykkt nýjan samning frá Arsenal á dögunum. Hann fær launahækkun en samningslengdin helst sú sama, til sumarsins 2027.
06.09.2025 12:30
Fékk launahækkun í síðasta mánuði en gæti nú verið á förum
Athugasemdir