Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aguerd og O'Reilly meðal sextán sem fóru til Marseille (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franska stórveldið Olympique de Marseille krækti í hvorki meira né minna en 16 leikmenn í sumarglugganum.

Á lokadögum gluggans nældi félagið sér í tvo leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni, Nayef Aguerd frá West Ham og Matt O'Riley frá Brighton.

Marseille borgar um 23 milljónir evra til að kaupa Aguerd úr röðum West Ham. Hann var byrjunarliðsmaður undir stjórn Graham Potter í fyrstu umferðum nýs úrvalsdeildartímabils með West Ham, en félagið samþykkti kauptilboðið frá Marseille.

Aguerd er 29 ára gamall og lék á láni hjá Real Sociedad á síðustu leiktíð. Hann á 55 landsleiki að baki með Marokkó.

Miðjumaðurinn O'Riley kemur á lánssamningi sem er 2 milljóna evra virði. Hann var meðal annars orðaður við Ítalíumeistara Napoli í sumar en fer að lokum í franska boltann þar sem hann mun leika undir stjórn Roberto De Zerbi - fyrrum þjálfara Brighton.

Franski varnarmaðurinn Benjamin Pavard er einnig kominn á lánssamningi frá Inter, Timothy Weah frá Juventus og Arthur Vermeeren frá RB Leipzig.

Auk þeirra hefur Marseille keypt Neal Maupay úr röðum Everton og Igor Paixao frá Feyenoord, ásamt fleiri leikmönnum sem hefur áður verið greint frá. Þar má helst nefna Pierre-Emile Höjbjerg, Emerson Palmieri og Hamed Traoré sem koma einnig úr ensku úrvalsdeildinni.

   22.08.2025 11:30
„Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“

Athugasemdir
banner