Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   sun 07. september 2025 18:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Daníel Leó Grétarsson svaraði spurningum í viðtali þar sem hann ræddi um leik Íslands gegn Aserbaídsjan og svo leikinn sem er framundan í Frakklandi á þriðjudagskvöldið.

Ísland vann 5-0 gegn Aserum og byrjaði Daníel Leó í hjarta varnarinnar. Hann er ekki sammála fólki sem segir Aserana hafa spilað hörmulegan leik, hann er frekar á því að Ísland hafi spilað frábæran leik.

„Það eru margir að tala um að þeir hafi eitthvað spilað illa en mér fannst við bara eiga mjög góðan leik," sagði Daníel Leó sem er mjög spenntur að mæta Frökkum. „Maður er í þessu fyrir þessa leiki, að máta sig við bestu leikmenn heims. Við ætlum að gera okkar besta og reyna að stríða þeim. Við erum með háleit markmið."

Daníel Leó gæti fengið það hlutverk að passa upp á Kylian Mbappé, einn af allra bestu fótboltamönnum í heimi.

„Það verður örugglega frábært að eiga við Mbappé. Hann má eiga það að hann er fljótur en við höfum fulla trú á okkar hæfileikum og það fleytir manni langt."

Daníel ræddi svo mikið um dvöl sína hjá Sönderjyske í efstu deild danska boltans þar sem hann hefur verið að gera frábæra hluti í vinstri bakvarðarstöðunni þó hann sé miðvörður að upplagi.

   06.09.2025 16:30
Mbappe jafnaði Henry

Athugasemdir
banner