PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   sun 07. september 2025 18:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Daníel Leó Grétarsson svaraði spurningum í viðtali þar sem hann ræddi um leik Íslands gegn Aserbaídsjan og svo leikinn sem er framundan í Frakklandi á þriðjudagskvöldið.

Ísland vann 5-0 gegn Aserum og byrjaði Daníel Leó í hjarta varnarinnar. Hann er ekki sammála fólki sem segir Aserana hafa spilað hörmulegan leik, hann er frekar á því að Ísland hafi spilað frábæran leik.

„Það eru margir að tala um að þeir hafi eitthvað spilað illa en mér fannst við bara eiga mjög góðan leik," sagði Daníel Leó sem er mjög spenntur að mæta Frökkum. „Maður er í þessu fyrir þessa leiki, að máta sig við bestu leikmenn heims. Við ætlum að gera okkar besta og reyna að stríða þeim. Við erum með háleit markmið."

Daníel Leó gæti fengið það hlutverk að passa upp á Kylian Mbappé, einn af allra bestu fótboltamönnum í heimi.

„Það verður örugglega frábært að eiga við Mbappé. Hann má eiga það að hann er fljótur en við höfum fulla trú á okkar hæfileikum og það fleytir manni langt."

Daníel ræddi svo mikið um dvöl sína hjá Sönderjyske í efstu deild danska boltans þar sem hann hefur verið að gera frábæra hluti í vinstri bakvarðarstöðunni þó hann sé miðvörður að upplagi.

   06.09.2025 16:30
Mbappe jafnaði Henry

Athugasemdir
banner
banner