Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir Newcastle hafa borgað allt of mikið fyrir Woltemade
Mynd: Newcastle
Uli Hoeness, stjórnarmaður Bayern München, segir Newcastle United hafa borgað allt of mikið fyrir þýska framherjann Nick Woltemade.

Newcastle fékk Woltemade til félagsins undir lok gluggans til að fylla í skarð Alexander Isak.

Örvænting greip um sig hjá Newcastle sem hafði gengið illa að finna framherja á markaðnum.

Bayern München hafði verið í viðræðum við Stuttgart um Woltemade í nokkrar vikur, en var aðeins til í að greiða 55 milljónir evra fyrir framherjann.

Newcastle mætti inn í baráttuna og samþykkti Stuttgart 90 milljóna evra tilboð sem Hoeness telur vera glæpsamlega hátt verð.

„Woltemade er ekki 90 milljóna evra virði. Þetta gerðist bara út af peningunum sem fljóta frá Sádi-Arabíu,“ sagði Hoeness við Sport1 Doha.

Peningar eru vissulega ekkert vandamál hjá félögunum í Sádi-Arabíu, en Newcastle vissi vel að félagið gæti keypt Woltemade enda var hann hugsaður sem arftaki fyrir Isak sem var síðar seldur til Liverpool fyrir 125 milljónir punda.
Athugasemdir
banner